Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. desember 2017 19:05
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Köln missti þriggja marka forystu niður í tap
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason komst ekki á blað er Augsburg gerði jafntefli við Hertha Berlin á heimavelli.

Alfreði var skipt af velli í lokin í stöðunni 1-0 en Salomon Kalou, fyrrverandi leikmaður Chelsea, náði að jafna í uppbótartíma.

Botnlið Kölnar byrjaði virkilega vel í fallbaráttuslag gegn Freiburg í dag.

Heimamenn voru komnir þremur mörkum yfir á fyrsta hálftímanum, sem er einn þriðji af öllum mörkum sem félagið hefur skorað í deildinni hingað til.

Nils Petersen minnkaði muninn fyrir gestina og var staðan því 3-1 í hálfleik. Gestirnir náðu að minnka muninn enn frekar í síðari hálfleik og jafnaði Petersen með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu. Fimm mínútum síðar fullkomnaði Petersen þrennuna sína og endurkomuna með sigurmarki úr annari vítaspyrnu.

Hannover lagði þá Hoffenheim í líflegum leik þar sem gestirnir voru óheppnir að skora ekki.

Köln 3 - 4 Freiburg
1-0 L. Klunter ('8)
2-0 S. Guirassy ('16, víti)
3-0 C. Stanko ('29, sjálfsmark)
3-1 N. Petersen ('39)
3-2 J. Haberer ('65)
3-3 N. Petersen ('90, víti)
3-4 N. Petersen ('95, víti)

Hannover 2 - 0 Hoffenheim
1-0 N. Fullkrug ('59)
2-0 M. Harnik ('85)

Augsburg 1 - 1 Hertha Berlin
1-0 Caiuby ('74)
1-1 Salomon Kalou ('91)
Athugasemdir
banner
banner
banner