Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. janúar 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Ödegaard: Það vita allir hversu erfitt er að fá spiltíma
Ödegaard er kominn í hollenska boltann.
Ödegaard er kominn í hollenska boltann.
Mynd: Getty Images
Hinn norski Martin Ödegaard segist ekki sjá á eftir því að ganga til liðs við Real Madrid á sínum tíma, þrátt fyrir að hafa fengið fáa sénsa með aðalliðinu þar.

Það voru mörg lið á eftir Ödegaard þegar hann var 16 ára hjá Stromsgodset í heimalandinu, Noregi, en hann ákvað að semja við spænska stórliðið Real Madrid.

Hann hefur eins og áður segir ekki fengið mörg tækifæri þar og var hann þess vegna lánaður til hollenska liðsins Heerenveen í vikunni.

„Real Madrid er góður klúbbur, sá besti í heimi. En allir vita hversu erfitt er að fá spiltíma þar," sagði Ödegaard eftir að hafa skrifað undir lánssamning í Hollandi.

„Ég sé ekki á eftir ákvörðun minni þar sem ég spilaði hjá besta fótboltaliði heims. Að æfa og þróast þar er mjög gott fyrir unga stráka."
Athugasemdir
banner
banner
banner