Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. janúar 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Khedira: Auðvitað myndi ég reyna að semja við Emre Can
Emre Can er sagður á leið til Juventus.
Emre Can er sagður á leið til Juventus.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Emre Can er sagður á leið til Juventus næsta sumar þegar samningur hans við Liverpool rennur út.

Hinn 23 ára gamli Can verður samningslaus í sumar en hann mátti hefja viðræður við erlend félög þann 1. janúar.

Can er sagður í viðræðum við Juventus og hefur verið gengið það langt að segja að samkomulag sé í höfn. Hins vegar hefur ekki verið skrifað undir neina samninga.

Sami Khedira, landi Can og leikmaður Juventus, vill endilega fá hann til Ítalíumeistaranna.

„Ég þekki Emre mjög vel," sagði Khedira, sem gekk sjálfur til liðs við Juventus á frjálsri sölu árið 2015. „Hann er mjög góður leikmaður. Hann er ungur og getur bætt sig enn frekar."

„Ef ég væri stjóri Juventus, þá myndi ég auðvitað reyna að semja við hann. Félagið verður að nýta þetta tækifæri."
Athugasemdir
banner
banner
banner