Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. janúar 2018 16:30
Elvar Geir Magnússon
Moyes vill að West Ham spili eins og Chelsea eða Tottenham
David Moyes, stjóri West Ham.
David Moyes, stjóri West Ham.
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, segir að hann vilji sjá sitt lið spila eins og Chelsea eða Tottenham.

Moyes hefur náð að lyfta Hömrunum upp úr fallsæti og í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðan hann var ráðinn í nóvember.

Hann skrifaði undir stuttan samning eftir að Slaven Bilic var rekinn.

„Ég er með hugmynd um það hvernig ég vil að þetta verði. Ég vil að við getum gefið öllum liðum keppni og átt möguleika á að vinna," segir Moyes við BBC.

Hann segir að West Ham búi ekki yfir sömu gæðum og efstu liðin en undir hans stjórn hefur liðinu tekist að vinna Chelsea, ger jafntefli við Arsenal og Tottenham auk þess sem það tapaði naumlega fyrir Manchester City.

Búast má við einhverjum breytingum hjá West Ham í janúarglugganum, Moyes hyggst styrkja liðið og þá ku hann vera tilbúinn að selja sóknarmanninn Javier Hernandez.
Athugasemdir
banner
banner
banner