Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. febrúar 2018 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Roma vann botnliðið í sjö marka leik
Mynd: Getty Images
Roma 5 - 2 Benevento
0-1 Guilherme ('7)
1-1 Federico Fazio ('26)
2-1 Edin Dzeko ('59)
3-1 Cengiz Under ('62)
4-1 Cengiz Ünder ('75)
4-2 Enrico Brignola ('76)
5-2 Gregoire Defrel ('92, víti)

Roma og Benevento áttust við í skemmtilegum sjö marka leik í síðasta leik helgarinnar í ítalska boltanum.

Guilherme, sem er nýkominn til botnliðs Benevento, kom gestunum yfir snemma leiks. Miðvörðurinn Federico Fazio jafnaði með skallamarki eftir fyrirgjöf frá Aleksandr Kolarov. Staðan var jöfn í hálfleik.

Edin Dzeko kom heimamönnum yfir með skallamarki eftir laglegan undirbúning frá Cengiz Under. Under tvöfaldaði forystu Roma skömmu síðar og skoraði svo fjórða mark liðsins þegar stundarfjórðungur var eftir.

Enrico Brignola klóraði í bakkann mínútu síðar áður en Gregoire Defrel innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Roma er í fjórða sæti, einu stigi fyrir ofan Lazio sem er búið að tapa þremur í röð. Benevento er á botninum, fjórtán stigum frá öruggu sæti.

Þess má geta að miðjumaðurinn Sandro, sem gerði fína hluti með Tottenham fyrir nokkrum árum, var í byrjunarliði Benevento. Þá kom Bacary Sagna inn af bekknum og spilaði síðustu tuttugu mínúturnar.
Athugasemdir
banner
banner