Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. mars 2018 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho skammar þá sem bauluðu á McTominay
McTominay í leiknum í gær.
McTominay í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur látið vita af því að hann er ekki sáttur með þá stuðningsmenn sem bauluðu á miðjumanninn Scott McTominay í stórleiknum gegn Liverpool í gær.

McTominay spilaði allan leikinn á miðju Man Utd og þótti standa sig afskaplega vel í sínu hlutverki.

Man Utd vann leikinn 2-1 og var það hinn uppaldi Marcus Rashford sem gerði bæði mörk United.

United leiddi 2-0 í hálfleik en Liverpool pressaði stíft í seinni hálfleiknum og var að hóta. Í eitt af þeim fáu skiptum sem United fékk boltann ákvað McTominay að senda hann til baka í staðinn fyrir að senda hann fram völlinn. Þetta vakti pirring hjá stuðningsmönnum Man Utd sem létu vel í sér heyra og bauluðu á strákinn sem hefur komið sterkur inn í liðið hjá rauðu djöflunum.

Mourinho var ekki par sáttur með þetta.

„Ég er ósáttur með viðbrögð þeirra í garð Scott McTominay, hann er strákur sem er að taka allar réttu ákvarðanirnar á vellinum. Þeir vilja að hann taki vitlausar ákvarðanir," sagði Mourinho.

„Þegar hann vildi róa leikinn, halda boltanum, senda hann til baka, þá brást fólkið í stúkunni við. Þetta var stórkostleg lausn hjá honum, margir leikmenn í hæsta gæðaflokki með mikla reynslu hefðu ekki leyst þetta eins vel og hann."









Athugasemdir
banner
banner
banner
banner