Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. ágúst 2017 10:56
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Ég er ekki með neitt B-plan
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, segist ekki vilja kaupa leikmenn aðra en þá sem hann hefur gert að aðalskotmörkum sínum í sumar í glugganum.

Liverpool hefur verið ansi rólegt í glugganum til þessa en Mohamed Salah, Andrew Robertson og Dominic Solanke eru þeir einu sem félagið hefur keypt til þessa.

Félagið hefur einnig verið að eltast við Naby Keita, leikmann RB Leipzig, en þýska félagið vildi ekki selja í sumar og hafnaði þremur tilboðum frá Liverpool. Þá er Virgil van Dijk, varnarmaður Southampton, einnig á lista hjá Liverpool en þau mál hafa þróast hægt.

Klopp segist ekki vilja kaupa bara til þess að kaupa. Hann vill aðeins aðalskotmörkin á listanum.

„Ef við fáum leikmenn, þá fáum við þá inn af því ég vil fá þá inn," sagði Klopp.

„Það er ekkert plan B, C eða D. Leikmennirnir sem við fáum inn eru allir þeir sem eru á Plan A. Ég gæti alveg notað þennan hóp sem ég er með í dag, ekkert mál. Sjáum samt hvað gerist fram að lokadegi gluggans," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner