Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. febrúar 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Reykjavíkurborg áætlar að endurnýja gervigrasvelli
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Endurnýja á gervigrasvöll Víkings í Fossvoginum í ár samkvæmt tillögu Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, sem borgarráð samþykkti í gær.

Þá á að endurnýja gervigrasvelli KR, Leiknis og ÍR á komandi árum.

Völlur Víkingar er slitinn, komið hafa fram gallar í honum og verður hann endurnýjaður í sumar. Áætlað er að endurnýja KR-völlinn 2017, Leiknisvöllinn 2018 og ÍR-völlinn 2019.

Reykjavíkurborg hefur gert kröfur á hendur framleiðanda gervigrasvallarins í Úlfarsárdal um bætur vegna þess að húðunin á gúmmíi vallarins slitnar af við notkun. Þá með það fyrir augum að framleiðandinn taki á sig kostnað við gúmmískipti.

Ekki á að endurnýja gervigrasvöll Fram við Safamýri heldur leggja hann af þegar félagið flytur í Úlfarsárdal. Flytji félagið ekki í Úlfarsárdal verður sú ákvörðun endurskoðuð.

Nýbúið er að endurnýja gervigrasvelli Vals, Þróttar og í Egilshöllinni.

Greinargerðina má sjá í heild sinni hér
Athugasemdir
banner
banner