Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 12. mars 2018 08:09
Magnús Már Einarsson
Heimild: Brennslan á FM957 
Hjörvar segir að Gylfi sé illa meiddur - HM í hættu?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, er alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar. Knattspyrnusérfærðingurinn Hjörvar Hafliðason sagði frá þessu í Brennslunni a FM957 í morgun.

Gylfi spilaði allan leikinn í 2-0 sigri Everton á Brighton um helgina en hann meiddist hins vegar á hné í fyrri hálfleik.

Hjörvar segir að Gylfi hafi meiðst mjög alvarlega en það komi í ljós síðar í dag hversu lengi hann verði frá.

„Menn óttast að Gylfi sé farinn í sumarfrí. Það virðist hafa teygst eitthvað í hnénu, hvort það séu slitin liðbönd eða trosnuð þá virðist hann hafi lent í mjög alvarlegum hnémeiðslum“ sagði Hjörvar í Brennslunni.

„Það er óttast að hann missi af Rússlandi í sumar. Það eru allar líkur á því að hann verði frá í töluverðan tíma."

96 dagar eru í fyrsta leik íslenska landsliðsins á HM gegn Argentínu þann 16. júní.

Smelltu hér til að sjá Gylfa meiðast í leiknum um helgina
Athugasemdir
banner
banner
banner