Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. október 2014 15:46
Brynjar Ingi Erluson
Lars Lagerback: Við erum í „win-win situation"
Brynjar Ingi Erluson skrifar frá Hotel Hilton Nordica
Icelandair
Lars Lagerbäck á fundinum í dag
Lars Lagerbäck á fundinum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var auðvitað hress á blaðamannafundi á Hilton Nordica hótelinu í dag en hann fór þar yfir viðureign liðsins gegn Hollandi sem fer fram á morgun í undankeppni Evrópumótsins.

Íslendingar sigruðu Letta með þremur mörkum gegn engu á föstudaginn og er liðið því komið með sex stig af sex mögulegum en Hollendingar hafa á meðan einungis þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina.

,,Holland er líklegra liðið en maður á alltaf raunhæfan möguleika á að vinna í fótbolta. Ég er mjög bjartsýnn, við þekkjum liðið vel og leikmennina. Ég held að þeir geti ekki komið á óvart en við höfum spilað vel og byrjað vel og tel ég því að við getum náð góðum úrslitum," sagði Lars.

Stutt er á milli leikja í undankeppninni en liðið lék á föstudag og ferðaðist strax eftir leikinn og fá því leikmenn lítinn tíma til að hvílast fyrir stórleikinn á morgun en Lars hefur ekki miklar áhyggjur af því og segir að leikmenn verði svolítið að hugsa um sig sjálfir líka þegar hvíld og mataræði á hlut.

,,Þeir verða að taka ábyrgð sjálfir við pössum þá ekki eins og börn. Þetta snýst um að vinna vel með læknaliðinu, borða, drekka og hvílast sem mest. Undirbúningurinn hefur verið góður og leikmennirnir hafa samsvarað því vel. Ég held að við getum ekki gert mikið meira en við höfum gert. Við höfum kannski smá forskot þar sem við ferðuðumst í gær en hollenska liðið ferðast í dag."

Gylfi Þór Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason eru tæpir fyrir leikinn á morgun en ákvörðun verður tekin í kvöld hvort þeir verði klárir að byrja leikinn.

,,Þeir æfðu ekki mikið í dag. Þeir voru með í upphitun en við erum bjartsýnir og læknaliðið er mjög bjartsýnt á þetta. Við munum skoða þetta betur í dag og við munum vita í kvöld hvort þeir verði með eða ekki en útlitið er gott."

Hollenska liðið tapaði fyrsta leik gegn Tékkum og átti þá í vandræðum með Kasakstan þar sem liðið lenti undir áður en þeir kláruðu dæmið undir lok leiks. Eru möguleikarnir meiri í ljósi þess?

,,Það er auðvitað meiri pressa á þeim þar sem þeir hafa tapað einum leik. Frá því sjónarhorni er meiri pressa á þeim en ég hef ekki fylgst með fréttunum í Hollandi en mín reynsla er að það kemur meiri pressa að utan."

,,Það er alltaf pressa þegar maður spilar þessa leiki en ég er bjartsýnn á það hvernig við spilum og hvernig við virkum þá finn ég ekki fyrir pressu. Við erum í win-win situation, við förum þarna út og njótum þess að spila og ef við náum úrslitum þá er það frábært en ég finn ekki fyrir pressu."


Birkir Bjarnason hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í undanförnum leikjum en hann átti erfitt uppdráttar gegn Lettum. Lars vildi þó meina að frammistaða hans gegn Tyrkjum hafi verið góð.

,,Hann hefur gert frábærlega vel fyrir liðið. Hvort hann hafi átti sína bestu leiki veit ég ekki. Hann var mjög góður gegn Tyrkjum en það var erfitt að spila gegn Lettlandi en hæfileikar hans gefa okkur pláss og meiri tíma, svo gæði hans nýtast kannski betur gegn liði eins og Tyrklandi. Hann stóð sig vel þar en var ekki það góður gegn Lettlandi en það á það sama við um aðra leikmenn,"
Athugasemdir
banner
banner
banner