Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   þri 13. janúar 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Muller til Manchester United?
Powerade
Muller er orðaður við Manchester United.
Muller er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Delph er á óskalista Liverpool.
Delph er á óskalista Liverpool.
Mynd: Getty Images
Adebayor gæti verið á leið til Ítalíu.
Adebayor gæti verið á leið til Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Það er endalaust af slúðri úr enska boltanum þessa dagana. Njótið!



Lionel Messi segist ekki vita hvar hann spilar á næsta ári en hann hefur látið Manchester United vita af því. (Guardian)

Manchester United er að íhuga 25 milljóna punda tilboð í Morgan Schneiderlin miðjumann Southampton. (Daily Express)

United hefur líka áhuga á Thomas Muller framherja FC Bayern. (Daily Star)

Swansea vill fá Papiss Cisse framherja Newcastle til að fylla skarð Wilfried Bony sem er á leið til Manchester City. (Daily Telegraph)

Liverpool er tilbúið að selja Lucas Leiva til Napoli ef félagið nær að krækja í Fabian Delph frá Aston Villa. (Daily Mirror)

Juventus hefur áhuga á að fá Mario Balotelli á láni frá Liverpool í þessum mánuði með möguleika á að kaupa hann á 14 milljónir punda í sumar. (Times)

Arsenal er tilbúið að hækka tilboð sitt í Krystian Bielik miðjumann Legia Varsjá. Þessi 17 ára gamli leikmaður er líka á óskalista Hamburg. (Times)

Arsenal er líka að skoða Bafetimbi Gomis framherja Swansea. (Daily Mail)

Ravel Morrison, miðjumaður West Ham, er á leið til Lazio. (Mirror)

Emmanuel Adebayor, framherji Tottenham, er í viðræðum við Parma en óvíst er hvort ítalska félagið hafi efni á honum. (London Evening Standard)

Roberto Martinez, stjóri Everton, ætlar ekki að selja leikmenn í þessum mánuði en bakvörðurinn Seamus Coleman hefur verið orðaður við Manchester United. (Sun)

Alvaro Arbeloa, varnarmaður Real Madrid, ætlar að hafna Arsenal og Chelsea og ganga í raðir Liverpool. (Daily Express)

West Ham er að kaupa framherjann Jean-Kevin Augustin frá PSG. (Talksport)

Aston Villa er að krækja í Carles Gil miðjumann Valencia. (Birmingham Mail)

Mathieu Debuchy, bakvörður Arsenal, verður frá keppni í þrjá mánuði eftir að hafa farið úr axlarlið gegn Stoke um helgina. (Daily Telegraph)

Romelu Lukaku ætlar að spila með Everton gegn West Ham í kvöld þrátt fyrir að vera niðurbrotinn eftir að vinur hans Junior Malanda lést í bílslysi um helgina. (Daily Star)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, hefur beðið Grandmaster Sken að hjálpa leikmönnum með andlegu liðina en hann er frá Tælandi. (Sun)

Radamel Falcao var í áfalli eftir að Louis van Gaal valdi hann ekki í hóp gegn Southampton um helgina. (Daily Star)

Samir Nasri hitti Sir Alex Ferguson og ræddi við hann um að ganga í raðir Manchester United áður en hann fór til Manchester City. (Sun)

Guy Luzon er líklegastur til að taka við Charlton en Jóhann Berg Guðmundsson leikur með liðinu. (London Evening Standard)

Kolo Toure segir að Wilfried Bony þurfi að vera sterkari andlega til að standa sig vel hjá Manchester City. (Daily Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner