Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. febrúar 2016 18:45
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarlið Juventus og Napoli: Higuain fremstur
Tveir afar öflugir
Tveir afar öflugir
Mynd: Getty Images
Tvö bestu knattspyrnulið Ítalíu um þessar mundir leiða saman hesta sína í Torinó borg í kvöld þegar Juventus fær Napoli í heimsókn.

Eftir hræðilega byrjun á tímabilinu hafa ríkjandi Ítalíumeistarar Juventus verið algjörlega óstöðvandi upp á síðkastið en liðið hefur unnið 14 deildarleiki í röð og haldið marki sínu hreinu í síðustu fimm leikjum.

Ef eitthvað lið ætti að geta stöðvað Juve er það væntanlega topplið Napoli sem hefur unnið átta leiki í röð og skorað í þeim samtals 25 mörk.

Argentíski markahrókurinn Gonzalo Higuain hefur gert 10 af þessum 25 mörkum og hefur skorað í sex leikjum í röð en hann tryggði Napoli sigur í fyrri leik þessara liða á tímabilinu. Napoli vann 2-1 með mörkum Lorenzo Insigne og Higuain.

Byrjunarlið Juventus:Buffon, Lichtsteiner, Barzagli, Bonucci, Evra, Cuadrado, Khedira, Marchisio, Pogba, Dybala, Morata.

Byrjunarlið Napoli:Reina; Hysaj, Albiol, Koulibaly, Ghoulam; Hamsik, Jorginho, Allan; Insigne, Callejon, Higuain.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner