Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. febrúar 2016 19:34
Arnar Geir Halldórsson
Þýskaland: Köln ekki í vandræðum með Frankfurt
Modeste skoraði eitt
Modeste skoraði eitt
Mynd: Getty Images
Köln 3 - 1 Eintracht Frankfurt
0-1 Alexander Meier ('24 )
1-1 Yannick Gerhardt ('29 )
2-1 Dominique Heintz ('57 )
3-1 Anthony Modeste ('72 )

Köln vann öruggan heimasigur á Eintracht Frankfurt í síðasta leik dagsins í þýsku Bundesligunni.

Það blés þó ekki byrlega fyrir heimamenn þegar gamla brýnið Alexander Meier kom gestunum yfir á 24.mínútu. Yannick Gerhardt var þó fljótur að svara fyrir Köln og staðan jöfn í leikhléi.

Heimamenn reyndust sterkari þegar á leið og mörk frá Dominique Heintz og Anthony Modeste tryggðu Köln 3-1 sigur.

Vandræði Frankfurt halda því áfram en liðið er einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með einu stigi meira en Werder Bremen sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner