Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. apríl 2014 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Wenger: Þurfum að einbeita okkur að deildinni núna
Arsene Wenger
Arsene Wenger
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, var að vonum ánægður með sigur liðsins á Wigan í undanúrslitum enska bikarsins í gær en liðið er nú komið í úrslitaleikinn.

Arsenal hafði betur gegn Wigan Athletic í gær eftir vítaspyrnukeppni en Arsenal lenti undir í leiknum er Jordi Gomez skoraði úr vítaspyrnu áður en Per Mertesacker jafnaði metin.

Arsenal kláraði síðan dæmið í vítaspyrnukeppni en liðið fær annaðhvort Sheffield United eða Hull City í úrslitum.

Liðinu hefur ekki vegnað vel í deildinni að undanförnu þrátt fyrir frábært gengi fyrri hluta tímabilsins en hann vonast þó til að ná fjórða sætinu.

,,Ef að við vinnum restina af leikjunum þá endum við í fjórða sæti svo við verðum að einbeita okkur að deildinni núna," sagði Wenger.

,,Okkur líður mjög vel núna því við vorum undir mikilli pressu en ég bjóst við erfiðum leik í gær. Línan er þunn á milli sigurs og taps og þessi leikur sýndi það," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner