Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mán 13. maí 2013 10:26
Magnús Már Einarsson
Ungur Þjóðverji til Fram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar hafa samið við þýska leikmanninn Moritz Erbs um að leika með liðinu í sumar.

Erbs, sem er fæddur árið 1995, æfði með Fram í vor og nú er ljóst að hann mun leika hér á landi í sumar.

Að sögn Snorra Sturlusonar, afreksstjóra Fram, byrjaði Erbs ferilinn sem framherji en fór þaðan á miðjuna áður en hann fór að leika í hjarta varnarinnar fyrir tveimur árum.

Erbs hefur síðan spilað sem miðvörður með unglingaliði í Þýskalandi undanfarin ár þar sem hann hefur skorað hvorki fleiri né færri en 14 mörk í 19 leikjum.

Erbs mun leika síðasta leik tímabilsins í Þýskalandi í dag áður en hann kemur til Íslands í næstu viku.

Hann verður því ekki með Fram þegar liðið fær Fylki í heimsókn í Pepsi-deildinni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner