Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. október 2014 22:14
Alexander Freyr Tamimi
Sigur Íslands vekur mikla athygli
Icelandair
Úr leik Íslands og Hollands í kvöld.
Úr leik Íslands og Hollands í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óhætt að segja að íslenska landsliðið hafi náð athygli heimsins með stórkostlegum 2-0 sigri gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Hollendingar hirtu bronsið á HM í Brasilíu í sumar en þeir áttu varla séns gegn agaðri vörn og Gylfa Þór Sigurðssyni á Laugardalsvelli.

Ísland er nú með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðlinum og er liðið eðlilega búið að vekja gríðarlega athygli fyrir þessa draumabyrjun. Er fjallað talsvert um leikinn gegn Hollandi á vefsíðum stærstu miðlanna í kvöld.

,,Íslenski miðjumaðurinn Gylfi Sigurðsson skoraði tvennu gegn Hollandi og setti gríðarlega pressu á Guus Hiddink. Þetta er í fyrsta skiptið sem Holland tapar fyrir Íslandi," segir í grein Daily Mail.


Í umfjöllun UEFA.com segir:,Ísland átti einn sinn sögufrægasta sigur þegar Gylfi Sigurðsson skoraði tvö mörk og tryggði liðinu sinn fyrsta sigur gegn Hollendingum."

Knattspyrnuvefurinn vinsæli, 101greatgoals.com, hrósar íslenska liðinu:,Ísland náði í stórkostleg úrslit í kvöld og vann Holland í fyrsta skiptið í sögunni í undankeppni EM 2016 í Reykjavík."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner