Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. febrúar 2016 20:58
Óðinn Svan Óðinsson
Lengjubikarinn: Þór vann stórsigur og KR í vandræðum
Jóhann Helgi setti tvö í kvöld
Jóhann Helgi setti tvö í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 5 - 0 Leiknir F.
1-0 Jóhann Helgi Hannesson ('11)
2-0 Jóhann Helgi Hannesson ('23)
3-0 Bessi Víðisson ('57)
4-0 Sjálfsmark mótherja ('71)
5-0 Bessi Víðisson ('76)


KR 1 - 1 Haukar
1-0 Hólmbert Aron Friðjónsson ('52)
1-1 Aron Jóhansson ('86)

Seinustu tveimur leikjum kvöldsins í Lengjubikar karla er nú lokið.

Fyrir norðan unnu Þórsara þægilegan sigur á Leikni frá Fárskrúðsfirði þar sem Jóhann "skorar alltaf mörk" Hannesson skoraði tvö mörk.

Bessi Víðisson, sem Þórsara fengu frá Dalvík á dögunum, bætti við tveimur mörkum auk þess sem Leiknismenn settu boltann í eigið net, lokatölur 5-0 í Boganum.

Í Egilshöll bjuggust flestir við auðveldum sigri KR-inga gegn 1. deildar liði Hauka en raunin varð önnur.

KR komst yfir á 52. mínútu, þegar Hólmbert Aron kom boltanum í netið. Skömmu seinna urðu strákanir frá Hafnarfirði manni færri þegar Arnar Aðalgeirsson fékk að líta rauða spjaldið.

Bjuggust þá flestir við því að eftirleikurinn yrðu auðveldur fyrir KR-inga en raunin varð önnur.

Skömmu áður en flautað var til leiksloka jafnaði Aron Jóhannsson leikinn með marki úr vítaspyrnu, lokatölur 1-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner