Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. febrúar 2017 20:10
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ospina verður í marki Arsenal gegn Bayern á morgun
Ospina verður í markinu á morgun.
Ospina verður í markinu á morgun.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti á fréttamannafundi í kvöld að David Ospina muni standa í marki liðsins þegar Arsenal heimsækir Bayern Munich í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

Ospina spilaði alla sex leikina í riðlakeppninni en hann hefur fengið það hlutverk að verma bekkinn í leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem hinn tékkneski Petr Cech hefur verið í markinu.

Undanfarið hafa enskir fjölmiðlar sagt fréttir þess efnis að óánægja sé í herbúðum liðsins með að Wenger ætli að nota Ospina í leiknum á kostnað Cech.

Wenger hefur nú staðfest þær áætlanir sínar og sagði hann á blaðamannafundinum að hinn kólumbíski Ospina eigi stóran þátt í því að Arsenal hafi unnið sinn riðill í keppninni.
Athugasemdir
banner
banner