Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 14. apríl 2018 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Nýráðinn stjóri Bayern tapaði mikilvægum stigum
Volland gerði þrennu.
Volland gerði þrennu.
Mynd: Getty Images
Kovac er að taka við Bayern í sumar.
Kovac er að taka við Bayern í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kevin Volland fór á kostum þegar Bayer Leverkusen lagði Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Liðin eru í baráttu um að komast í Meistaradeildina en Leverkusen skilur Frankfurt eftir í rykinu með þessum sigri. Staðan var 1-1 fram á 70. mínútu en þá tekur Kevin Volland til sinna ráða og skorar þrennu fyrir Leverkusen á síðustu mínútunum.

Leverkusen er í fjórða sæti, fimm stigum á undan Frankfurt sem er í sjötta sætinu. Niko Kovac, stjóri Frankfurt, tekur við stórliði Bayern München í sumar. Bayern er búið að tryggja sér sigur í þýsku úrvalsdeildinni.

Hoffenheim komst upp að hlið Frankfurt í fimmta sæti deildarinnar með 2-0 sigri á Hamburger, Hertha Berlín vann botnlið Köln og Stuttgart og Hannover skildu jöfn.

Hér að neðan eru úrslit dagsins.

Hoffenheim 2 - 0 Hamburger
1-0 Serge Gnabry ('18 )
2-0 Adam Szalai ('27 )

Hertha 2 - 1 Koln
0-1 Leonardo Bittencourt ('29 )
1-1 Davie Selke ('49 )
2-1 Davie Selke ('52 )

Bayer 4 - 1 Eintracht Frankfurt
1-0 Julian Brandt ('20 )
1-1 Marco Fabian ('23 )
2-1 Kevin Volland ('71 )
3-1 Kevin Volland ('77 )
4-1 Kevin Volland ('88 )

Stuttgart 1 - 1 Hannover
1-0 Erik Thommy ('53 )
1-1 Niclas Fullkrug ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner