Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. maí 2018 08:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Framtíð Moyes hjá West Ham í óvissu
Mynd: Getty Images
Allt útlit er fyrir að David Moyes muni yfirgefa West Ham þegar samningur hans rennur út í sumar.

Þessi 55 ára gamli þjálfari hefur viðurkennt að hann sé ekki viss um hvar framtíð hans liggi og að leikurinn við Everton hafi líklega verið sá síðasti sem hann stýrir hjá West Ham.

Stjórn West Ham er reiðubúin að fá nýjan stjóra til starfa til að taka við af skotanum fyrir næsta tímabil. Enn er þó reiknað með að Moyes fari á fund í næstu viku til að ræða framtíð sína hjá félaginu.

Moyes tók við West Ham af Slaven Bilic í nóvember síðastliðnum á stuttum samningi sem rennur út í sumar. Tókst honum að snúa við gengi West Ham og enda í 13. sæti.

Hann hefur þó verið gagnrýndur af stuðningsmönnum fyrir leikstíl sinn auk þess sem Moyes lenti upp á kant við Andy Carroll undir lok leiktíðar.
Athugasemdir
banner