Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   þri 14. október 2014 19:03
Alexander Freyr Tamimi
Hjörtur Hermanns: Þessir markmenn eru heilagir
Hjörtur Hermannsson var svekktur í leikslok.
Hjörtur Hermannsson var svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir að liðið datt út eftir 1-1 jafntefli gegn Danmörku í umspili um sæti á EM 2015 í dag.

Ísland fékk á sig mark á 90. mínútu, jafnaði svo metin en datt úr leik á útivallarmörkum.

,,Þetta er gríðarlega súrt epli að bíta í, en maður er fyrst og fremst stoltur af þessari frammistöðu. Þetta er ótrúlegur hópur og alveg ótrúleg frammistaða sem við höfum skilað af okkur, ekki bara í þessum tveimur leikjum heldur allri keppninni. Það er bara heiður að vera partur af svona flottum hóp og maður er þvílíkt spenntur fyrir næsta verkefni, þó það sé langt í það," sagði Hjörtur við Fótbolta.net.

,,Við áttum okkar kafla í leiknum en að sjálfsögðu hefðum við viljað að þeir yrðu mikið fleiri en þeir voru. En við stóðum allavega vel í þessu liði. Þetta er lið sem spilaði skemmtilegasta fótboltann alla undankeppnina og skoraði flest mörkin, við getum verið stoltir af okkar frammistöðu og horft til framtíðar."

Hjörtur viðurkennir að það hafi verið afskaplega svekkjandi að mark var dæmt af Ólafi Karli Finsen undir lokin þegar staðan var enn 0-0.

,,Maður er svo fullur af tilfinningum í miðjum leiknum, en ætli þetta sé ekki rétt. Þessir markmenn eru heilagir þegar þeir eru inni í sínu eigin boxi, er það ekki?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner