Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. október 2014 19:54
Alexander Freyr Tamimi
U21: Svíar slógu út Frakka á ótrúlegan hátt
U21 landslið Svíþjóðar er komið til Tékklands.
U21 landslið Svíþjóðar er komið til Tékklands.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
U21 landslið Svíþjóðar tryggði sér farseðilinn á EM 2015 í Tékklandi á hreint út sagt ótrúlega dramatískan hátt.

Svíar slógu út frábært lið Frakklands, sem vann einmitt riðil Íslands í undankeppninni, en Frakkar höfðu unnið fyrri leikinn 2-0.

Svíar ákváðu hins vegar að hengja ekki haus og unnu stórkostlegan 4-1 sigur, þar sem Isaac Thelin leikmaður Malmö kom heimamönnum yfir með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

John Guidetti, lánsmaður hjá Celtic frá Manchester City, kom svo Svíum í 3-0 og allt benti til þess að þeir færu áfram.

Layvin Kurzawa skoraði svo fyrir Frakkland á 87. mínútu og skyndilega voru gestirnir á leið áfram á útivallarmörkum.

Oscar Lewicki skoraði hins vegar fyrir Svíþjóð í næstu sókn og tryggði þeim áfram á samanlögðum 4-3 sigri. Hreint út sagt magnaður viðsnúningur og Svíar fara til Tékklands,
Athugasemdir
banner
banner
banner