Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 14. október 2014 08:45
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Virgil til Arsenal?
Powerade
Arsenal hefur áhuga á að krækja í Virgil van Dijk.
Arsenal hefur áhuga á að krækja í Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur áhuga á Pogba.
Manchester City hefur áhuga á Pogba.
Mynd: Getty Images
Enski boltinn byrjar að rúlla aftur um næstu helgi og að vanda eru ensku blöðin með nóg af slúðri í dag.



Chelsea er líklegra en Arsenal til að krækja í Sami Khedira (27) miðjumann Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid hefur áhuga á Petr Cech (32) markverði Chelsea. (Daily Express)

Andy Carroll (25), framherji West Ham, segist ekki hafa áhuga á að ganga til liðs við sitt gamla félag Newcastle. (Newcastle Chronicle)

Jozy Altidore (24), framherij Sunderland, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann sé á leið til Burnley í janúar. (Sunderland Echo)

Arsenal ætlar að bjóða átta milljónir punda í Virgil van Dijk (23) varnarmann Celtic í janúar. (Daily Star)

Mesut Özil (25) segist ekki vilja fara frá Arsenal til FC Bayern. (Metro)

Manchester United ætlar að bjóða David De Gea (23) nýjan 30 milljóna punda samning til að koma í veg fyrir að hann fari til Real Madrid. (Daily Mirror)

Aston Villa hefur boðið Fabian Delph (24) nýjan fjögurra ára samning. (Daily Mirror)

Raphael Varane (21) varnarmaður Real Madrid segist hafa hafnað Manchester United árið 2011 þar sem félagið var nýbúið að kaupa Phil Jones. (Daily Mail)

Wayne Rooney ætlar að fagna ásamt börnum sínum á Wembley í næsta mánuði ef hann nær að verða yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila 100 leiki með enska landsliðinu. (Daily Express)

Roberto Martinez, stjóri Everton, hefur beðið stuðningsmenn félagsins um að sýna kantmanninum Christian Atsu (22) þolinmæði. (Liverpool Echo)

Roy Keane ætlar að hætta sem aðstoðarstjóri Aston Villa ef það truflar starf hans sem aðstoðarþjálfari írska landsiðsins. (Birmingham Mail)

Manchester City er að íhuga tilboð í Paul Pogba (21) miðjumann Juventus. (Le Figaro)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner