Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. október 2017 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Lazio með óvæntan sigur á Juventus
Fyrsta tap Juventus - Dybala klúðraði víti í uppbótartíma
Immobile skoraði bæði mörk Lazio.
Immobile skoraði bæði mörk Lazio.
Mynd: Getty Images
Juventus 1 - 2 Lazio
1-0 Douglas Costa ('23 )
1-1 Ciro Immobile ('47 )
1-2 Ciro Immobile ('54 , víti)
1-2 Paulo Dybala ('90 , misnotað víti)

Mikið var um dramatík þegar Ítalíumeistarar Juventus fengu Lazio í heimsókn í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrir leik munaði þremur stigum á liðunum, Juventus var taplaust með 19 stig á meðan Lazio hafði 16 stig.

Lazio er eftir leikinn með jafnmörg stig og Juve, en þeir höfðu betur. Douglas Costa kom Juventus yfir og staðan var 1-0 í hálfleik, en í upphafi seinni hálfleiks skoraði sóknarmaðurinn Ciro Immobile tvö og breytti stöðunni í 2-1 fyrir gestina frá höfuðborginni.

Paulo Dybala kom inn á sem varamaður og hann hefði getað jafnað í uppbótartíma, en hann misnotaði vítaspyrnu.

Bæði lið eru núna með 19 stig, en Napoli getur aukið forskot sitt á toppnum með sigri á Roma í kvöld.



Athugasemdir
banner