Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. október 2017 17:31
Elvar Geir Magnússon
Kaplakrika
Óli Kristjáns tekur við FH (Staðfest)
Ólafur Kristjánsson við undirskriftina í dag ásamt Jóni Rúnari Halldórssyni formanni knattspyrnudeildar FH.
Ólafur Kristjánsson við undirskriftina í dag ásamt Jóni Rúnari Halldórssyni formanni knattspyrnudeildar FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson er nýr þjálfari FH en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Kaplakrika rétt í þessu. Ólafur var þjálfari Randers í Danmörku en lét af störfum nýlega eftir slaka byrjun á tímabilinu.

FH-ingar létu Heimi Guðjónsson fara eftir að liðið hafnaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar en það var í fyrsta sinn síðan 2002 sem liðið endar neðar en í öðru sæti.

Ólafur er uppalinn FH-ingur en hann þjálfaði áður Breiðablik og gerði liðið að bikarmeisturum 2009 og Íslandsmeisturum 2010. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við FH-inga.

„Það er ekki oft sem við FH-ingar skiptum um þjálfara. Við væntum mikils af Óla," segir Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH.

Ólafur segir að ekki sé ákveðið hver verði aðstoðarmaður hans.

„Það eru margir góðir. Ég vil skoða hvað er hérna í Krikanum og við notum tímann til að finna einhvern sem hentar. Ég vil hafa aðstoðarþjálfara sem gerir meira en að raða keilum. Engin nöfn en tekið er á móti umsóknum," segir Ólafur Kristjánsson.


Athugasemdir
banner
banner
banner