Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. desember 2017 21:30
Ingólfur Stefánsson
Heimild: DV 
Gylfi meðal þeirra vinsælustu á Google
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er á lista yfir mest gúggluðu Íslendinga árið 2017. Hljómsveitin Kaleo var vinsælasta leitarorðið yfir mest gúggluðu Íslendingana á alþjóðavísu á árinu 2017 en Gylfi var sá Íslendingur sem Íslendingar sjálfir leituðu oftast að.

Gylfi er í fjórða sæti á listanum yfir mest gúggluðu Íslendingana á heimsvísu á eftir Kaleo, Of Monsters and Men og Björk.

Gylfi var gúgglaður 726 þúsund sinnum á árinu, mest í kringum félagsskiptin til Everton. Íslendingar slóu nafn Gylfa inn 34.800 sinnum meira en helmingi oftar en Kaleo sem voru í 2. sæti á þeim lista.


Athugasemdir
banner
banner