Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. desember 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Donnarumma grét inn í klefa
Mynd: Getty Images
Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, átti ekki gott kvöld í gærkvöldi þrátt fyrir öruggan og þægilegan 3-0 sigur Milan á Hellas Verona í ítölsku bikarkeppninni.

Stuðningsmenn Milan létu Donnarumma heyra það svo vægt sé til orða tekið. Þeir bauluðu á hann og sungu ljóta söngva um hann. Einnig mættu þeir með borða þar sem þeir hvöttu markvörðinn til að yfirgefa félagið ekki seinna en strax.

Ástæðan fyrir þessu er sú að ítalskir miðlar hafa greint frá því að markvörðurinn ungi sé óánægður í Mílanó og vilji komast burt. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma þar sem Donnarumma er sagður vilja burt og stuðningsmenn eru því ósáttir.

Donnarumma, sem er aðeins 18 ára, var brugðið. Fyrir leik grét hann inn í klefa eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Þar sést Leonardo Bonucci, fyrirliði liðsins, reyna að stappa stálinu í hann.



Athugasemdir
banner