Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. febrúar 2018 23:54
Ívan Guðjón Baldursson
John Cross: Juventus hefur áhuga á Wilshere
Mynd: Getty Images
John Cross starfar fyrir Daily Mirror og er sérfræðingur um Arsene Wenger og Arsenal.

Hann er yfirleitt fyrstur með fréttir úr herbúðum Arsenal og greindi frá því nýverið að Ítalíumeistarar Juventus hafi áhuga á að fá Jack Wilshere til sín.

Wilshere er 26 ára gamall og rennur samningur hans við Arsenal út í sumar, en búist er við að hann framlengi fyrir lok tímabilsins.

Enginn efast um gæði Wilshere en hann hefur ansi slæma meiðslasögu að baki og því áhætta að gefa honum stóran samning.

Milan hefur einnig sýnt Wilshere áhuga auk félaga úr ensku úrvalsdeildinni en Cross segir allar líkur á því að miðjumaðurinn samþykki nýjan samning hjá Arsenal.

Samningurinn mun hljóða upp á 90 þúsund pund í vikulaun með háum bónusum fyrir hvern spilaðan leik, skildi hann meiðast aftur.
Athugasemdir
banner
banner