Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 15. október 2017 14:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman: Set pressu á sjálfan mig
Mynd: Getty Images
„Við fengum að minnsta kosti eitt stig, við áttum það skilið," sagði Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, eftir 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Við vorum betra liðið, stærstan hluta leiksins. Við héldum boltaum vel en hefðum getað skapað meira."

Everton lenti 1-0 undir á 82. mínútu, en náði að jafna metin áður en leiknum lauk. Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu.

„Við sýndum karakter í stöðunni 1-0 og hefðum getað unnið leikinn á síðustu sekúndunum."

Everton hefur ekki byrjað vel á þessu tímabili. Gagnrýnin er að aukast og það er komin pressa á Koeman.

„Líf mitt í fótboltanum snýst um pressu. Ef ég fæ ekki pressu frá einhverjum öðrum þá set ég pressu á sjálfan mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner