Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. janúar 2018 09:43
Magnús Már Einarsson
Norrköping hafnar tilboði í Jón Guðna
Jón Guðni í leik með Norrköping.
Jón Guðni í leik með Norrköping.
Mynd: Getty Images
Sænska félagið Norrköping hefur hafnað tilboði frá ónefndu félagi í Belgíu í varnarmanninn Jón Guðna Fjóluson en SportExpressen greinir frá þessu í dag.

Hinn 28 ára gamli Jón Guðni hefur verið í lykilhutverki hjá Norrköping.

Jón Guðni verður samningslaus í lok árs en samkvæmt fréttum frá Svíþjóð hefur Norrköping engan áhuga á að selja hann núna í janúar.

Jón Guðni var einn af betri mönnum íslenska landsliðsins í 4-1 sigrinum á Indónesíu á sunnudag.

Hann er einn af þeim sem eru í baráttunni um að komast í íslenska landsliðshópinn fyrir HM í Rússlandi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner