Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. febrúar 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Batshuayi hugsar ekki um framtíðina
Mynd: GettyImages
Michy Batshuayi segist ekki vera farinn að hugsa um það hvað hann gerir eftir tímabilið.

Batshuayi hefur byrjað af miklum krafti hjá Borussia Dortmund síðan hann kom á láni frá Chelsea í janúar.

Í gær skoraði Belginn tvívegis í 3-2 sigri á Atalanta í Evrópudeildinni en hann er núna kominn með fimm mörk í þremur leikjum með Dortmund.

„Ég er ekkert að hugsa um það," sagði Batshuayi eftir leik aðspurður hvort hann sé farinn að sá í framtíð sinn.

„Það er mikilvægt fyrir mig að standa mig vel með Borussia Dortmund í hverjum leik. Ég mun síðan takast á við stöðuna."
Athugasemdir
banner