Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. febrúar 2018 19:22
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarliðin í bikarnum: Giroud og Mahrez byrja
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar síðustu tveggja ára eiga heimaleiki í 16-liða úrslitum FA bikarsins í kvöld.

Leicester tekur á móti Sheffield United á meðan Chelsea fær Hull City í heimsókn.

Gestirnir leika báðir í Championship deildinni. Sheffield er þar í umspilsbaráttu á meðan Hull, sem tapaði fyrir Arsenal í úrslitaleik FA bikarsins 2014, er í fallbaráttu.

Emerson Palmieri er í byrjunarliði Chelsea. Olivier Giroud er þar fremstur, með Willian og Pedro sér til aðstoðar. Eden Hazard fær að hvíla en Alvaro Morata er á bekknum.

Riyad Mahrez er þá í byrjunarliði Leicester í fyrsta sinn í mánuð eftir rifrildi við félagið, sem vildi ekki leyfa honum að fara í janúar.

Kelechi Iheanacho verður frammi ásamt Jamie Vardy og ljóst að heimamenn ætla sér að skora nokkur mörk í kvöld.

Chelsea: Caballero; Rudiger, Cahill (c), Ampadu; Zappacosta, Drinkwater, Fabregas, Emerson; Willian, Giroud, Pedro.

Hull: Marshall, Irvine, Meyler, Dicko, Diomande, Evandro, Dawson, Clark, Stewart, Wilson, MacDonald.



Leicester: Schmeichel; Simpson, Morgan, Maguire, Chilwell; Gray, Iborra, Ndidi, Mahrez; Iheanacho; Vardy

Sheffield Utd: Blackman, Baldock, Stevens, O'Connell, Basham, Lundstram, Donaldson, Wilson, Wright, Lafferty. Carruthers
Athugasemdir
banner
banner
banner