Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. febrúar 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Paul Ince telur Alexis hafa neikvæð áhrif á Pogba
Mynd: Getty Images
Paul Ince, sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United, Inter og Liverpool á tíunda áratug síðustu aldar, telur komu Alexis Sanchez til Man Utd hafa áhrif á frammistöðu Paul Pogba.

Alexis kom til Rauðu djöflana á síðustu dögum janúargluggans og hefur liðið tapað tveimur af þremur leikjum frá komu hans.

„Frá því að Sanchez kom til félagsins virðist sjálfstraust og skap Pogba vera að fara í ranga átt," sagði Ince við Paddy Power.

„Hann lítur út fyrir að vera allt annar leikmaður. Ég held að þetta sé vegna þess að hann var númer eitt fyrir komu Alexis, en núna snýst allt um nýju stjörnuna.

„Þetta sást á líkamstjáningu hans gegn Newcastle, þetta er vandamál sem þarf að leysa."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner