Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 16. apríl 2013 10:28
Magnús Már Einarsson
Heimild: Wales online 
Aron Einar: Stjórinn sendi sömu skilaboð og Sir Alex
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður Cardiff, segir að Malky Mackay stjóri liðsins hafi gefið leikmönnum liðsins sömu skilaboð og Sir Alex Ferguson hefur gefið Manchester United.

Aron og félagar þurfa eitt stig í viðbót til að tryggja sæti í ensku úrvalsdeildinni á meðan Manchester United nálgast enska meistaratitilinn.

,,Við viljum vinna alla leikina sem við eigum eftir. Sir Alex hefur sagt leikmönnum sínum hverju hann býst við og stjórinn okkar hefur gert nákvæmlega það sama," sagði Aron.

,,Verkefni okkar er að klára tímabilið og enda það vel. Já, við þurfum eitt stig en sama hvað gerist í kvöld þá verðum við að halda áfram. Við höfum verið á toppnum síðan í nóvember og ef við komumst upp þá höldum við áfram."

,,Það er ekki okkar stíll að reyna að ná stigi gegn Charlton. Við erum í þessu til að vinna. Þannig virkar hópurinn."

,,Ef við getum gert þetta fyrir framan stuðningsmenn okkar þá yrði það mjög sérstakt því að þeir hafa staðið þétt við bakið á okkur alla leið."

,,Við vitum hvað þetta þýðir fyrir stuðningsmenn Cardiff og við skiljum hversu mikið þeir vilja þetta en við verðum að einbeita okkur. Við erum vanir pressunni og vitum hvað er að koma."

Athugasemdir
banner
banner
banner