Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   þri 16. apríl 2013 17:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Barcelona 
Barcelona meira með boltann í 300 leikjum í röð
Góðir í að halda boltanum.
Góðir í að halda boltanum.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur undanfarin ár haldið boltanum vel innan liðsins í leikjum sínum og leikstíll liðsins er orðinn þekktur um allan heim.

Alls hefur Barcelona verið 50% eða meira með boltann í síðustu 300 leikjum sínum en þetta kemur fram á veg félagsins í dag. Börsungar náðu 300. leiknum í röð í 3-1 sigrinum á Real Zaragoza um síðustu helgi.

Barcelona hefur verið meira með boltann en andstæðingur sinn í öllum leikjum síðan 7. maí 2008 þegar Real Madrid var 50,5% með boltann í leik liðanna.

Síðan þá hefur Barcelona spilað 185 leiki í spænsku úrvalsdeildinni, 62 leiki í Meistaradeildinni, 39 í spænska konungsbikarnum, 8 í spænska ofurbikarnum, 4 á HM félagsliða og 2 í evrópska ofurbikarnum.

Barcelona hélt boltanum lengst í útileik gegn Celtic fyrr á þessu tímabili. Þá voru leikmenn Barcelona með boltann í 89% af leiknum en töpuðu 2-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner