Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 16. apríl 2013 13:07
Elvar Geir Magnússon
Guðni Kjartans: Stefnum á að vinna riðilinn og fara á HM
Guðni Kjartansson
Guðni Kjartansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni og Sigurður Ragnar Eyjólfsson aðalþjálfari.
Guðni og Sigurður Ragnar Eyjólfsson aðalþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Kjartansson, hinn reynslumikli aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, segir að stefnan sé að vinna riðilinn í undankeppni HM og komast í lokakeppnina í Kanada 2015.

„Það hlýtur að vera markmiðið að verða fyrsta íslenska fótboltalandsliðið sem tekur þátt í heimsmeistarakeppni. Að auki er verið að stækka keppnina svo möguleikinn er meiri," segir Guðni.

24 þjóðir munu taka þátt í úrslitakeppninni en dregið var í riðla undankeppninnar í hádeginu. Sigurvegarar riðlanna sjö fara í úrslitakeppnina. Fjögur lið, með bestan árangur í öðru sæti, fara svo í umspilsleiki þar sem leikið er um eitt sæti.

Ísland fékk Danmörku úr efsta styrkleikaflokki en liðið er lægst skrifað af liðum úr honum. Auk þess eru Sviss, Serbía, Ísrael og Malta í riðlinum.

Liðin þekkja hvort annað
„Það á ekkert að hugsa neitt öðruvísi en setja stefnuna á að enda í efsta sæti. Við þekkjum danska liðið vel en á móti þær þekkja okkur og hljóta að vita hver er okkar styrkleiki og veikleiki."

„Danmörk var óskamótherji úr fyrsta potti en þær hafa spilað vel á móti okkur og við oft spilað vel á móti þeim. Þetta verða líklega jafnir leikir en vonandi vinnum við. Svo eru önnur lið í riðlinum sem við þekkjum ekki eins mikið, lið eins og Ísrael."

„Það er ekkert gaman að þessu nema maður setji markið hátt. Við stefnum á að reyna að vinna riðilinn. Sigurður Ragnar vill endilega koma liðinu til Kanada," segir Guðni.

Áður en keppni hefst í undankeppninni mun Ísland leika í annað sinn í úrslitakeppni Evrópumótsins. Mótið fer fram í Svíþjóð í júlí.

„Það er spurning hvað gerist eftir það mót varðandi endurnýjun og þannig. Munu allar verða áfram í haust? Hverjar eru tilbúnar að taka við og spurningin er hvort það sé hægt að gera eitthvað meira?" segir Guðni Kjartansson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner