Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 16. apríl 2013 21:58
Brynjar Ingi Erluson
James lék ekki með ÍBV í kvöld vegna veikinda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David James, markvörður ÍBV í Pepsi-deildinni, lék ekki með liðinu í kvöld gegn Portsmouth er liðin mættust í gógerðarleik á Fratton Park.

Portsmouth sigraði ÍBV með tveimur mörkum gegn einu á Fratton Park. Bradley Tarbuck og Liam Walker skoruðu mörk Portsmouth áður en Kjartan Guðjónsson minnkaði muninn á síðustu sekúndum leiksins.

Hermann Hreiðarsson lék bæði með ÍBV og Portsmouth í leiknum. Hann kom inn á fyrir Gunnar Þorsteinsson um miðjan síðari hálfleik áður en hann henti sér í Portsmouth-treyjuna.

Það vakti mikla athygli að David James, markvörður Eyjamanna, spilaði ekki gegn sínum gömlu félögum í Portsmouth, en hann átti upphaflega að byrja inná. Guðjón Orri Sigurjónsson var í marki, en James greindi frá því á Twitter að hann hefði ekki verið með vegna veikinda.

,,Frábært andrúmsloft á Fratton Park í kvöld! Takk fyrir að sýna stuðning og mæta. Ég er leiður yfir að hafa ekki spilað en ég hef verið að glíma við veikindi #pup," sagði James á Twitter í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner