Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 16. apríl 2013 11:10
Elvar Geir Magnússon
„Kominn tími fyrir David Moyes að taka næsta skref"
David Moyes  hefur gert góða hluti með Everton.
David Moyes hefur gert góða hluti með Everton.
Mynd: Getty Images
Ian Wright er með sveifluna í lagi.
Ian Wright er með sveifluna í lagi.
Mynd: Getty Images
Ian Wright, fyrrum markahrókur Arsenal, telur að David Moyes geti ekki náð lengra með Everton og tími sé kominn á að hann taki næsta skref á sínum ferli.

„Enn og aftur hefur Everton gert frábæra hluti en ég held að liðið tapi fyrir Arsenal í kvöld og rétt missi af Evrópusæti. Stærsta áhyggjuefni stuðningsmanna Everton er ekki hvort liðið spili í Evrópukeppni heldur hvort Moyes verði áfram knattspyrnustjóri," segir Wright.

„Ég er gríðarlegur aðdáandi Moyes en það getur enginn verið reiður út í hann ef hann fer frá Everton í sumar. Vegna fjárhagssstöðu félagsins tel ég mjög ólíklegt að hann geti náð lengra með liðið."

Samningur Moyes við Everton rennur út eftir yfirstandandi tímabil og framtíð hans í óvissu.

„Moyes hefur gert magnaða hluti með Everton síðustu ellefu ár en ég tel að enginn knattspyrnustjóri geti komið liðinu í eitt af fjórum efstu sætunum nema hann fái meiri pening til leikmannakaupa. Moyes á það skilið að starfa í Meistaradeildinni," segir Wright.

Tony Pulis kominn á leiðarenda
Wright segir að það sé einföld staðreynd að stundum komi knattspyrnustjórar að vegg og ná ekki lengra með liðin sín. Hann telur að Tony Pulis, stóri Stoke, sé dæmi um mann sem sé kominn á endastöð.

„Hann hefur átt frábær ár hjá Stoke en er núna í vandræðum. Stuðningsmenn eru líka farnir að snúa baki við honum," segir Wright.

„Ég er ekki í vafa um að Arsenal, andstæðingur Everton í kvöld, muni ná Meistaradeildarsæti. Um mitt tímabil var ég ekki viss en liðið er á flottu skriði. En það hefur hjálpað Arsenal að Tottenham og Chelsea hafa sýnt þreytumerki."

„Ég er líka sannfærður um að við munum sjá Moeys stýra liði í Meistaradeildinni en það verður ekki Everton... nema félagið rekist á milljarðamæring."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner