Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 16. apríl 2013 21:10
Brynjar Ingi Erluson
Matthías skoraði í sigri Start í norska bikarnum
Mynd: Start
Start frá Kristiansand sigraði Vigor með tveimur mörkum gegn engu í norska bikarnum í kvöld.

Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson voru báðir í byrjunarliði Start í kvöld og léku þeir allan leikinn, en Matthías komst á blað er hann kom Start yfir á 9. mínútu leiksins með laglegu skoti í vinkilinn.

Atle Brattum varð svo fyrir því óláni að skora í eigið net þegar um sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Meira var ekki skorað og fer því Start þægilega áfram í næstu umferð bikarsins. Start hefur byrjað vel í norsku úrvalsdeildinni, en liðið hefur gert tvö jafntefli og sótt einn sigur í fyrstu þremur leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner