Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 16. apríl 2013 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Myndaveisla: Cardiff City fagnar sæti í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Cardiff City komst í kvöld upp í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Charlton Athletic.

Cardiff er í fyrsta sæti deildarinnar með 84 stig þegar þrír leikir eru eftir, en Hull City er í öðru sæti með 77 stig og Watford í þriðja sæti með 71 stig.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn í liði Cardiff, en Heiðar Helguson var fjarri góðu gamni.

Leikmenn Cardiff fögnuðu að sjálfsögðu vel og innilega er þeim var ljóst að sæti í ensku úrvalsdeildinni var tryggt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner