Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 16. apríl 2013 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Cardiff: Þetta kvöld er tileinkað fólkinu í Cardiff
Malky Mackay
Malky Mackay
Mynd: Getty Images
Malky Mackay, knattspyrnustjóri Cardiff City í Wales, var í skýjunum í kvöld eftir að liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Cardiff og Charlton Athletic gerðu markalaust jafntefli í Wales í kvöld, en liðið er í fyrsti sæti deildarinnar með 84 stig, sjö stigum á undan Hull City sem tapaði. Watford, sem situr í þriðja sæti tapaði einnig, en liðið er með 71 stig.

Þetta þýðir það að Cardiff er komið í deild þeirra bestu á Englandi, en þrír leikir eru eftir af tímabilinu. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn í liði Cardiff, en Heiðar Helguson var fjarri góðu gamni.

,,Þetta hefur tekið langan tíma að gerast, en núna erum við komnir þangað. Ég er ekki búinn að átta mig á þessu, ég sé bros út um allt og nóttin í Cardiff kemur til með að vera ansi löng!," sagði Mackay.

,,Það er mikið af fólki hér sem hefur gengið í gegnum erfiða tíma. Þetta er fyrir það fólk."

,,Þetta er fyrir starfsfólkið, bæði á skrifstofunni og það fólk sem vinnur á æfingasvæðinu, þetta er fyrir stjórnina, fólkið sem hefur unnið hér síðustu ár, leikmennina og að sjálfsögðu stuðningsmennina. Þetta kvöld er tileinkað þeim,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner