Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 16. apríl 2014 13:34
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Eyjafréttir 
ÍBV tók þátt í minningarathöfninni á Anfield
Mynd: Getty Images
Í gær var þess minnst að 25 ár eru liðin frá Hillsborough-slysinu þar sem 96 fótboltaáhorfendur létu lífið í hræðilegu slysi.

Haldin var hjartnæm minningarathöfn á Anfield, heimavelli Liverpool, í gær.

Slysið varð í undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í bikarnum sem fram fór á hlutlausum velli, Hillsborough, heimavelli Sheffield Wednesday.

Allt of mörgum stuðningsmönnum Liverpool var hleypt inn á afmarkað svæði í einni stúkunni en girðingar aðskildu áhorfendastúkur og völlinn og þrýstust áhorfendur að girðingunni með fyrrgreindum afleiðingum. Leikurinn var flautaður af strax á 6. mínútu og björgunaraðgerðir hófust.

Til að minnast þeirra 96 sem létust, var talan 96 búin til úr treflum ýmissa knattspyrnufélaga sem sýndu þannig stuðning við aðstandendur þeirra sem létu lífið í þessu hörmulega slysi.

Fram kemur á vef Eyjafrétta að ÍBV lét ekki sitt eftir liggja en þeir Ólafur Jóhannesson og Hannes Sigurðsson, gallharðir Liverpoolmenn og meðlimir í knattspyrnuráði karla, sendu tvo trefla, sem voru innan um hundruði annarra á miðjum Anfield leikvanginum.
Athugasemdir
banner