Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
   fim 16. apríl 2015 23:16
Elvar Geir Magnússon
Jói Kalli: Vorum kærulausir og klaufalegir
"Við vitum að við erum mikið betri en þetta."
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Fylki áttu mjög dapurt kvöld þegar þeir töpuðu 1-5 fyrir 1. deildarliði KA í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. KA komst tveimur mörkum yfir strax í blábyrjun leiksins og eftir Fylkir missti mann af velli með rautt spjald var þetta aldrei spurning.

„Þeir byrjuðu þetta af miklu meiri krafti en við. Þetta var kæruleysisleg byrjun og við fengum á okkur tvö mörk. KA er með hörkulið og gerði þetta vel en að sama skapi vorum við klaufar," sagði Jóhannes Karl.

„Við missum líka aðeins hausinn við að missa mann af velli. Mér fannst þetta mjög ósanngjarnt og það tók tíma að jafna sig. Þetta var aldrei rautt spjald, gult hefði verið fínt og við hefðum getað haldið áfram."

„Mörkin tvö sem við fengum á okkur í seinni hálfleik gáfum við á silfurfati. Ég ætla ekki að taka neitt af KA. Þeir eru með mjög gott lið sem á sjálfsagt eftir að gera mjög góða hluti í 1. deildinni. Það verður gaman að fylgjast með þeim í sumar."

„Það hefur verið stígandi hjá okkur og við höfum verið að fá á okkur lítið af mörkum svo við verðum að skoða þennan leik. Það er fullt sem við getum lært af þessum leik og kannski fínt að fá þetta núna. Við höfum nóg að vinna í, við ætlum að vera klárir í fyrsta leik í Pepsi-deildinni. Við vitum að við erum mikið betri en þetta."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner