Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. maí 2016 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth hafnaði 25 milljónum frá West Ham
Ritchie og Wilson að fagna marki Bournemouth.
Ritchie og Wilson að fagna marki Bournemouth.
Mynd: Getty Images
West Ham er að reyna að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næsta tímabil og er búið að reyna að krækja í Callum Wilson og Matt Ritchie, leikmenn Bournemouth, án árangurs.

Sky greinir frá því að nýliðar Bournemouth hafi hafnað 25 milljón punda boði frá Hömrunum í tvíeyki sitt.

Talið var að Christian Benteke væri efstur á óskalista West Ham en eftir þessar fregnir er útlit fyrir að miklar vonir séu bundnar við Callum Wilson, sem er 24 ára gamall og missti af stærsta hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Wilson hefur skorað að meðaltali í öðrum hverjum deildarleik með Bournemouth frá komu sinni til félagsins fyrir rúmlega þremur árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner