Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. maí 2016 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lovren fer ekki með Króatíu á EM
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren, miðvörður Liverpool, fer ekki með króatíska landsliðinu á Evrópumótið í sumar.

Lovren og Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króata, lentu í rifrildi síðasta mars þegar Króatía gerði 1-1 jafntefli í vináttulandsleik gegn Ungverjalandi.

Lovren sat allan tímann á bekknum og var þjálfarainn allt annað en sáttur með viðbrögð miðvarðarins þegar honum, rétt eins og öllum öðrum á bekknum, var sagt að byrja að hita upp.

Lovren lagði lítið í upphitunina og hætti á undan samherjum sínum við litla hrifningu þjálfarans sem hefur ákveðið að skilja Lovren eftir heima í sumar.

Lovren er ekki partur af 28 manna hópnum sem Cacic er búinn að kynna fyrir fjölmiðlum og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Markmenn:
Danijel Subasic - Monaco
Lovre Kalinic - Hajduk
Ivan Vargic - Rijeka
Dominik Livakovic - Zagreb

Varnarmenn:
Darijo Srna - Shakhtar Donetsk
Vedran Corluka - Lokomotiv Moskva
Domagoj Vida - Dynamo Kiev
Ivan Strinic - Napoli
Gordon Schildenfeld - Dinamo
Sime Vrsaljko - Sassuolo
Tin Jedvaj - Bayer Leverkusen
Duje Caleta-Car - Red Bull Salzburg

Miðjumenn:
Luka Modric - Real Madrid
Mateo Kovacic - Real Madrid
Ivan Rakitic - Barcelona
Ivan Perisic - Inter
Marcelo Brozovic - Inter
Milan Badelj - Fiorentina
Alen Halilovic - Sporting Gijon
Domagoj Antolic - Dinamo
Marko Rog - Dinamo
Ante Coric - Dinamo

Sóknarmenn:
Mario Mandzukic - Juventus
Nikola Kalinic - Fiorentina
Andrej Kramaric - Hoffenheim
Marko Pjaca - Dinamo
Duje Cop - Malaga
Athugasemdir
banner
banner
banner