Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. júní 2017 13:22
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo vill fara frá Spáni - BBC fullyrðir það
Mun Ronaldo yfirgefa La Liga?
Mun Ronaldo yfirgefa La Liga?
Mynd: Getty Images
Portúgalskir fjölmiðlar segja að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, vilji fara frá Spáni eftir skattamálin sem mikið hafa verið í fjölmiðlum.

Ronaldo er sakaður um skattsvik en neitar sök. Hann telur að komið sé fram við sig á ósanngjarnan hátt.

Blaðið A Bola segir að Ronaldo vilji yfirgefa Spán og spila í annarri deild en La Liga.

Sky Sports fjallar einnig um málið og segist hafa heimildir fyrir því að Ronaldo sé óánægður og vilji færa sig um set.

Ronaldo er þessa stundina í Rússlandi með portúgalska landsliðinu sem er að búa sig undir Álfukeppnina.

Hann er 32 ára og er annar af tveimur bestu fótboltamönnum heims. Á liðnu tímabili fagnaði hann bæði Spánarmeistaratitlinum og Meistaradeildarsigri með Real Madrid.

Áður en hann fór til Real Madrid sló Ronaldo í gegn með Manchester United og ber enn sterkar tilfinningar til félagsins. Það kemur ekki á óvart að umræður hafi skapast um hugsanlega endurkomu hans til United.

Uppfært 13:38: BBC hefur nú greint frá því að Ronaldo vilji yfirgefa Spán en um er að ræða einn áreiðanlegasta miðil heims.
Athugasemdir
banner