Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 16. ágúst 2017 10:00
Mist Rúnarsdóttir
Íris og Kristjana: Æðislegt að fá Káramenn á leiki
Við kynnumst Fjölniskonum í dag
Við kynnumst Fjölniskonum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kristjana Ýr hefur spilað alla leiki Fjölnis í sumar
Kristjana Ýr hefur spilað alla leiki Fjölnis í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Íris Ósk er komin aftur heim í Grafarvoginn en hún hefur leikið með KR síðustu tvö sumur. Hér er hún leik með Fjölni sumarið 2013.
Íris Ósk er komin aftur heim í Grafarvoginn en hún hefur leikið með KR síðustu tvö sumur. Hér er hún leik með Fjölni sumarið 2013.
Mynd: Aðsend
Við höldum áfram að skyggnast inn í starfið hjá liðunum í 1. og 2. deild kvenna í gegnum liðinn "Hvað er að frétta" og í dag er komið að því að kíkja á Fjölniskonur sem leika í 2. deild.

Það eru reynsluboltarnir Kristjana Ýr Þráinsdóttir og Íris Ósk Valmundsdóttir sem sáu um að svara nokkrum spurningum um starfið hjá Fjölni en þær eru báðar uppaldar hjá félaginu og hafa leikið vel yfir 100 leiki í meistaraflokki.

Fjölnir háir harða toppbaráttu í 2. deild um þessar mundir. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 12 leiki. Sameiginlegt lið Aftureldingar/Fram hefur þegar tryggt sér sæti í 1.deild að ári en það skýrist á næstu vikum hvort að Fjölnir nái markmiði sínu og verði það lið sem fylgi þeim upp. Næsti leikur Fjölnis er einmitt gegn toppliðinu en hann verður spilaður á Varmárvelli kl.19 á föstudag.

Fjölnir:
Erkifjendur: HK/Víkingur
Heimavöllur: Extravöllur
Fyrirliði: Íris Ósk Valmundsdóttir
Þjálfari: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Valur Gunnarsson

Hvernig er stemningin hjá Fjölni?
Stemingin er mjög góð hér í Fjölni, flestar búnar að þekkjast lengi og svo yngri stelpur og fleiri snillingar sem hafa komið frábærlega inn í hópinn.

Er mikill áhugi fyrir knattspyrnu kvenna í Grafarvoginum?
Áhuginn er að aukast mikið í Fjölni, erum með gott yngri flokka starf. Einnig eru Káramenn byrjaðir að mæta á leiki hjá okkur og hvetja sem hefur ekki verið áður og er æðislegt að sjá það gerast, þeir eru algjörir snillingar.

Ertu ánægð með spilamennsku þíns liðs í sumar:
Spilamennskan er búin að vera góð og höfum bætt okkur mikið en sumt hefur ekki fallið með okkur og hefðum við mátt gera betur í sumum leikjum.

Hvert er markmið Fjölnis á tímabilinu?
Að komast upp í 1.deild.

Lýstu liðinu í einni setningu:
Miklar keppnismanneskjur með góðan aulahúmor.

Hvað hefur komið þér mest á óvart í deildinni í sumar?
Hvað öll liðin í þessari deild eru jöfn og allir geta unnið alla.

Komdu með eina skemmtilega staðreynd um félagið sem fólk veit ekki :
Báðir þjálfararnir okkar eru þeir einu í 200 leikjaklúbb Fjölnis.

Eitthvað að lokum:
Hvetjum alla til þess að mæta á kvennaleiki sama hvaða deild það er! Og auðvitað áfram Fjölnir!
Athugasemdir
banner
banner
banner