Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 16. október 2017 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Shearer fagnaði yfirvofandi sölu Newcastle á Twitter
Mynd: Getty Images
Goðsögnin Alan Shearer fór frá Newcastle árið 2006, eftir áratug hjá félaginu.

Ári síðar keypti Mike Ashley félagið á rúmlega 55 milljónir punda og er nýbúinn að setja það á sölu, og ekki í fyrsta sinn, eftir rúman áratug.

Mikið ósætti hefur ríkt milli stuðningsmanna Newcastle og Ashley, en goðsagnir eins og Kevin Keegan og Shearer hafa einnig verið harðorðir í garð eigandans.

Shearer féll með Newcastle árið 2009 þegar hann stýrði félaginu í átta síðustu leikjum tímabilsins.

Ef einhverjir héldu að öxin milli Shearer og Ashley væri grafin þá skjátlaðist þeim, en sá fyrrnefndi fagnaði á Twitter um leið og hann heyrði að félagið yrði selt.



Athugasemdir
banner
banner
banner