Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 16. október 2017 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Weah skoraði þrennu í útsláttarkeppni HM U17
Mynd: Twitter
Timothy Weah, sonur George Weah, skoraði þrennu fyrir Bandaríkin á HM U17 ára landsliða.

Weah skoraði þrennuna í 5-0 sigri gegn Paragvæ. Sigurinn kom nokkuð á óvart eftir frábæra frammistöðu Paragvæ í riðlakeppninni.

Tim er fæddur árið 2000 og spilar sem sóknarmaður, en faðir hans George gerði garðinn frægan hjá Monaco og AC Milan auk PSG á leikmannaferlinum.

„Ég hugsaði að það væri einn á móti milljón að skora svona flott mark á HM," sagði Tim um annað markið sem hann skoraði gegn Paragvæ.

„Eftir sigurinn gegn Paragvæ er ég sannfærður um að þetta lið hefur allt sem þarf til að fara alla leið á þessu móti.

„Við erum hæfileikaríkir og tilbúnir í hvað sem er. Við erum stoltir Bandaríkjamenn, við leggjum allt í sölurnar og gefumst aldrei upp."


Bandaríkin mæta annað hvort Englandi eða Japan í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner