Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. nóvember 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Forseti Torino segir að Real Madrid vilji fá Belotti
Belotti í leik með ítalska landsliðinu.
Belotti í leik með ítalska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur áhuga á því að fá sóknarmanninn Andrea Belotti. Þetta segir Urbano Cairo, forseti Torino.

Þessi 23 ára leikmaður hefur meðal annars verið orðaður við Chelsea en hann skoraði 28 mörk í 38 leikjum á síðasta tímabili.

Belotti getur klárað færi sín með báðum fótum eða með höfðinu og hefur verið talað um að hann sé fullkominn til að fylla skarð Diego Costa sem fór frá Chelsea til Atletico Madrid.

„Belotti er frábær gaur og allir hjá félaginu elska hann. Hann er rosalega jarðbundinn og auðmjúkur," segir Cairo.

Í samningi Belotti er riftunarákvæði upp á 100 milljónir evra. Hann hefur skorað fimm mörk í níu leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner